Stig gegn toppliðinu
Reynismenn fengu Aftureldingu í heimsókn í 2. deildinni í fótbolta í gær. 1-1 var lokastaða leiksins þar sem Sandgerðingar sáu um að skora bæði mörkin. Hannes Kristinn Kristinsson kom heimamönnum yfir í upphafi seinni hálfleiks en Sandgerðingar urðu svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark skömmu síðar. Reynismenn eru í 9. sæti deildarinnar að loknum leiknum með 20 stig.