Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sterkur útisigur Njarðvíkinga í Garðabæ
Föstudagur 18. mars 2016 kl. 21:38

Sterkur útisigur Njarðvíkinga í Garðabæ

Njarðvíkingar unnu gríðarsterkan útisigur í Garðabæ þar sem þeir lögðu Stjörnuna 62:65 í æsispennandi fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. Hægt er að tala um leik góðra varna og slakrar hittni en Njarðvíkingar náðu m.a. að halda Garðbæingum í 9 stigum í síðasta leikhluta og 10 í Þeim fyrsta.

Haukur Helgi var bestur Njarvíkinga í kvöld en hann skoraði 20 stig og tók 8 fráköst. Jeremy Atkinson var drjúgur en hann var þó ekki að hitta vel. Njarðvíkingar voru ekkert að hitta of vel ef út í það er farið, 34% hittni úr teignum og 33% í þristum. Gestirnir voru betri lengstum af en Stjörnumenn náðu forystu í þriðja leikhluta og þá virtist sem leikurinn væri að renna úr greipum Njarðvíkinga. Þeir sýndu hins vegar styrk sinn og komu tilbaka. Lokamínúturnar voru naglbítandi spennandi. Þegar sigurinn virtist í höfn hjá gestunum, enda forskotið þrjú stig og nokkrar sekúndur til leiksloka, þá braut Atkinson á Coleman í þriggja stiga skoti. Stjörnumaðurinn fór hins vegar á taugum og misnotaði öll vítaskot sín. Þessi leikur var dæmigerður fyrir úrslitakeppnina, mikil barátta, harður varnarleikur og taugaveikluð skot.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Næsti leikur fer fram í Njarðvík á mánudag.

Stjarnan-Njarðvík 62-65 (10-16, 21-21, 22-12, 9-16)

Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 20/8 fráköst, Jeremy Martez Atkinson 16/9 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 11, Oddur Rúnar Kristjánsson 8/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 3/7 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Oddur Birnir Pétursson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Stefan Bonneau 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0.

Stjarnan: Al'lonzo Coleman 29/16 fráköst, Justin Shouse 14/6 fráköst/6 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 8, Tómas Þórður Hilmarsson 4/10 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 3, Marvin Valdimarsson 2/4 fráköst, Ágúst Angantýsson 2, Óskar Þór Þorsteinsson 0, Kristinn Ólafsson 0, Sæmundur Valdimarsson 0, Arnþór Freyr Guðmundsson 0/5 fráköst, Grímkell Orri Sigurþórsson 0.