Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Sterkur útisigur Keflvíkinga
Mánudagur 3. apríl 2017 kl. 09:23

Sterkur útisigur Keflvíkinga

Staðan 1-1 í spennandi rimmu

Keflvíkingar hefndu fyrir tap á heimavelli sínum með því að sækja sigur Í Borgarnes í annarri rimmu liðanna í undanúrslitum Domino’s deildar kvenna í körfubolta. Sigurinn var nokkuð öruggur, 59-74 urðu lokatölur. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Keflvíkingar sigu fram úr í síðari hálfleik.

Ariana Moorer mætti sannarlega til leiks og hlóð í myndarlega þrennu. Thelma Dís var líka mögnuð í leiknum með 20 stig og frábæra nýtingu. Keflvíkingar léku frábæra vörn og börðust frábærlega í leiknum og sýndu sitt rétta andlit. Sóknarfráköstin voru dýrmæt en Keflvíkingar tóku 22 slík gegn 12 frá Skallagrími.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Næsti leikur fer fram fimmtudagskvöldið 6. apríl kl 19:15 í Keflavík.

Skallagrímur-Keflavík 59-74 (15-15, 15-20, 11-17, 18-22)

Keflavík: Thelma Dís Ágústsdóttir 20/6 fráköst, Ariana Moorer 16/18 fráköst/11 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 11, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9, Þóranna Kika Hodge-Carr 7, Birna Valgerður Benónýsdóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 3/9 fráköst, Elsa Albertsdóttir 2, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.

Skallagrímur: Tavelyn Tillman 29/7 fráköst, Fanney Lind Thomas 9, Sigrún Sjöfn  Ámundadóttir 9/8 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6, Gunnhildur Lind Hansdóttir 2, Kristrún Sigurjónsdóttir 2/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/5 fráköst, Gunnfríður Ólafsdóttir 0, Arna Hrönn Ámundaóttir 0, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0/6 fráköst, Þórunn Birta Þórðardóttir 0.