Sterkur útisigur Keflvíkinga
Staðan 1-1 í spennandi rimmu
Keflvíkingar hefndu fyrir tap á heimavelli sínum með því að sækja sigur Í Borgarnes í annarri rimmu liðanna í undanúrslitum Domino’s deildar kvenna í körfubolta. Sigurinn var nokkuð öruggur, 59-74 urðu lokatölur. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Keflvíkingar sigu fram úr í síðari hálfleik.
Ariana Moorer mætti sannarlega til leiks og hlóð í myndarlega þrennu. Thelma Dís var líka mögnuð í leiknum með 20 stig og frábæra nýtingu. Keflvíkingar léku frábæra vörn og börðust frábærlega í leiknum og sýndu sitt rétta andlit. Sóknarfráköstin voru dýrmæt en Keflvíkingar tóku 22 slík gegn 12 frá Skallagrími.
Næsti leikur fer fram fimmtudagskvöldið 6. apríl kl 19:15 í Keflavík.
Skallagrímur-Keflavík 59-74 (15-15, 15-20, 11-17, 18-22)
Keflavík: Thelma Dís Ágústsdóttir 20/6 fráköst, Ariana Moorer 16/18 fráköst/11 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 11, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9, Þóranna Kika Hodge-Carr 7, Birna Valgerður Benónýsdóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 3/9 fráköst, Elsa Albertsdóttir 2, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.
Skallagrímur: Tavelyn Tillman 29/7 fráköst, Fanney Lind Thomas 9, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/8 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6, Gunnhildur Lind Hansdóttir 2, Kristrún Sigurjónsdóttir 2/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/5 fráköst, Gunnfríður Ólafsdóttir 0, Arna Hrönn Ámundaóttir 0, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0/6 fráköst, Þórunn Birta Þórðardóttir 0.