Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sterkur útisigur í Laugardalnum
Maggi Matt skoraði sigurmarkið í kvöld.
Fimmtudagur 8. maí 2014 kl. 22:37

Sterkur útisigur í Laugardalnum

0-1 sigur gegn Valsmönnum

Keflvíkingar eru með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í Pepsi-deild karla í fótbolta, en í kvöld unnu Keflvíkingar góðan útisigur á Valsmönnum í Laugardal 0-1, þar sem leikið var á gervigrasi.

Keflvíkingar gerðu tvær breytingar á byrjunarliði sínu en þeir Bojan Stefán Ljubicic og Sigurbergur Elísson komu inn í liðið fyrir þá Elías Má Ómarsson og Daníel Gylfason.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar skoruðu eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks en fram að því hafði ekki margt glatt augað í leiknum. Þar var á ferðinni bakvörðurinn Magnús Þórir Matthíasson eftir frábæra sendingu frá Jóhanni Birni Guðmundssyni inn fyrir vörnina, en gamli sóknarmaðurinn kláraða færið af yfirvegun. Keflvíkingar því með vænlega stöðu í hálfleik.

Mikil pressa var á Keflvíkingum í seinni hálfleik og virtust Valsmenn ansi líklegir til þess að jafna metin. Það tókst þeim þegar um sex mínútur voru eftir af leiknum en það mark stóð ekki vegna þess að boltinn hafði farið aftur fyrir endalínu. Keflvíkingar vildu síðan fá dæmt rautt spjald á Valsara undir lokin þegar brotið var gróflega á Einari Orra Einarssyni. Spjaldið aðeins gult og Keflvíkingar verulega ósáttir. Keflvíkingar vörðust virkilega vel undir lokin og höfðu að lokum dýrmætan sigur eins og áður segir.

Næsti leikur liðsins er svo á heimavelli á mánudag, en þá koma Blikar í heimsókn.