Sterkur sigur á meisturunum
Keflvíkingar áttu ógnarsterkan lokasprett gegn KR
Keflvíkingar spila bara í spennandi og skemmtilegum körfuboltaleikjum þessa dagana. Nú lögðu þeir meistara KR á heimavelli sínum 85-79 eftir magnað áhlaup í blálokin.
Reggie Dupree setti á svið sýningu á lokakaflanum er hann skoraði tíu stig í röð og kom Keflvíkingum í 79-77, en staðan var 69-77 KR í vil tæpum tveimur mínútum fyrr. Keflvíkingar sveifluðu leiknum sér í vil á síðustu þremur mínútunum með 16-0 áhlaupi en áður virtust KR-ingar vera að stela stigunum tveimur. Jafnræði var annars með liðunum allan leikinn.
19 stig frá Reggie í leiknum en Craion var hrikalega öflugur gegn gömlu félögum sínum úr Vesturbænum með 27 stig.
Keflavík-KR 85-79 (24-28, 21-14, 17-18, 23-19)
Keflavík: Michael Craion 27/5 fráköst/6 stoðsendingar, Reggie Dupree 19/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/7 fráköst/6 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 11/8 fráköst, Guðmundur Jónsson 6, Magnús Már Traustason 4/4 fráköst, Ágúst Orrason 2, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Sigurþór Ingi Sigurþórsson 0, Elvar Snær Guðjónsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0, Mantas Mockevicius 0.
KR: Julian Boyd 31/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 13, Jón Arnór Stefánsson 13/4 fráköst/7 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 9/7 fráköst, Emil Barja 6/6 fráköst, Orri Hilmarsson 5, Dino Stipcic 2/4 fráköst, Benedikt Lárusson 0, Þórir Lárusson 0, Alfonso Birgir Söruson Gomez 0, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0.