Sterkur Keflavíkursigur í Grindavík
Keflvíkingar unnu sterkan útisigur á grönnum sínum í Grindavík í Domino’s deild karla í körfubolta í gær. Lokastaðan 85:92 í jöfnum og spennandi leik. Leiðir skildu í þriðja leikhluta þar sem Keflvíkingar náðu 11 stiga forskoti. Grindvíkingar réðu illa við Amin Stevens en hann skoraði 36 stig og 16 frásköst í leiknum. Hjá heimamönnum vantaði framlag frá Lewis Clinch en hann skoraði 13 stig og aðeins eitt stig í fjórða leikhluta. Ólafur Ólafsson fór fyrir sínum mönnum og skoraði 27 stig.
Með sigrinum eru Keflvíkingar komnir í sjötta sæti upp að hlið Grindvíkinga með 18 stig á meðan Grindvíkingar eru í fimmta sæti með 20 stig. Lið Keflvíkinga hefur unnið báða sína leiki síðan Friðrik Ingi Rúnarsson tók við þjálfun.
Grindavík-Keflavík 85-92 (28-27, 20-19, 17-29, 20-17)
Grindavík: Ólafur Ólafsson 27/9 fráköst, Lewis Clinch Jr. 13/6 fráköst, Dagur Kár Jónsson 13, Þorleifur Ólafsson 10, Þorsteinn Finnbogason 9/4 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 8/8 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 3, Ómar Örn Sævarsson 2/6 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Þorbergur Ólafsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0.
Keflavík: Amin Khalil Stevens 36/16 fráköst, Guðmundur Jónsson 12, Hörður Axel Vilhjálmsson 10/8 fráköst/8 stoðsendingar, Daði Lár Jónsson 9/4 fráköst, Ágúst Orrason 9, Magnús Már Traustason 7/4 fráköst, Reggie Dupree 7, Davíð Páll Hermannsson 2, Arnór Ingi Ingvason 0, Kristján Örn Rúnarsson 0, Arnór Sveinsson 0, Elvar Snær Guðjónsson 0.