Sterkir útisigrar hjá Suðurnesjaliðunum
Bæði Keflvíkingar og Njarðvíkingar unnu mikilvæga sigra í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Grindvíkingar styrktu einnig stöðu sína á toppi deildarinnar. Njarðvíkingar unnu sterka Stjörnumenn í Garðabæ 77-87 þar sem Elvar Már Friðriksson skoraði 26 stig. Marcus Van var öflugur undir körfunni og skoraði 17 stig auk þess að rífa niður 23 fráköst.
Keflvíkingar unnu einnig útisigur og það gegn Fjönismönnum. Lokatölur urðu 101-113 þar sem bæði Billy Baptist og Magnús Gunnarsson fóru hamförum hjá Keflvíkingum.
Grindvíkingar áttu ekki í erfiðleikum með ÍR á heimavelli sínum og sigruðu örugglega, 102-80. Grindvíkingar eru enn á toppi deildarinnar með 26 stig.
Staðan í deildinni hér.
Tölfræðin:
Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 26/8 fráköst, Marcus Van 17/23 fráköst/3 varin skot, Maciej Stanislav Baginski 14, Nigel Moore 14/8 fráköst/8 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 11, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Ágúst Orrason 2.
Keflavík: Billy Baptist 34/14 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 31, Michael Craion 20/18 fráköst, Darrel Keith Lewis 18/7 fráköst/6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 4/6 stoðsendingar, Almar Stefán Guðbrandsson 3, Hafliði Már Brynjarsson 3.
Grindavík: Aaron Broussard 22/11 fráköst/6 stoðsendingar, Samuel Zeglinski 16/5 stoðsendingar, Ryan Pettinella 11, Jóhann Árni Ólafsson 11, Þorleifur Ólafsson 9/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/11 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 7, Ómar Örn Sævarsson 7/7 fráköst, Ólafur Ólafsson 4, Daníel G. Guðmundsson 3, Björn Steinar Brynjólfsson 3.