Sterkasta fólk landsins í Njarðvík á morgun
- Íslandsmeistaramótið í Kraftlyftingum 2014 í Íþróttamiðstöðinni.
Íslandsmeistaramótið í Kraftlyftingum 2014 verður haldið haldið á morgun í Íþróttamiðstöðinni í Njarðvík. Mikil vinna hefur verið lögð í að gera umgjörð mótsins hina glæsilegustu, bæði fyrir keppendur og áhorfendur. 40 keppendur eru skráðir til leiks, þar af nánast helmingur konur.
Þarna munu etja kappi margt af sterkasta kraftlyftingafólki landsins. Yngsti keppandinn er 15 ára og sá elsti 62 ára sem gefur þeim yngri ekkert eftir. Aðgangseyrir hefur hingað til verið enginn en að þessu sinni var ákváðu mótshaldarar að láta gott af sér leiða, selja inn og láta aðgangseyri renna óskertan til SEM (Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra). Fyrir 16 ára og eldri mun kosta 500 krónur inn.
Vonast er til að sjá sem flesta til að upplifa stemningu eins og hún gerist best á góðu kraftlyftingamóti og styrkja um leið gott málefni. Arnari Helga Lárussyni, formanni SEM, fær afhendan styrkinn við verðlaunaafhendinguna í lok dags.
Kynnir verður Sölvi Fannar Viðarsson og Plötusnúðurinn Joey D mun sjá um að halda uppi stemningunni og halda áhorfendum upplýstum um gang mála. Mótið hefst kl. 10:00 með keppni kvenna og karlaflokkur kemur svo til leiks kl. 13:30.
Massi er elsta kraftlyftingadeild landsins, verður 20 ára á næsta ári. Félagið hefur eignast fjöldan allan af Íslandsmeisturum og Íslandsmetum og bý að sterkri hefð og skýrri stefnu.
Framundan hjá Massa er einnig stærsta kraftlyftingamót sem haldið hefur verið á Íslandi, Norðurlandamót í kraftlyftingum, þar sem margt af sterkasta kraftlyftingafólki heims mun etja kappi. Gert er ráð fyrir um eitt hundrað keppendum og mun mótið standa í tvo daga helgina 22.-23.ágúst n.k. Keppnin mun einnig fara fram í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur.