Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sterk vörn Keflavíkur lagði Snæfell
Föstudagur 30. október 2009 kl. 22:16

Sterk vörn Keflavíkur lagði Snæfell

Keflvíkingar unnu góðan sigur á Snæfelli, 90-76, í Iceland Express deild karla í Toyotahöllinni í Keflavík í kvöld. Rashon Clark skoraði 21 stig fyrir Keflavík og Þröstur Leó Jóhannsson 19.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Leikur liðanna var í járnum í fyrri hálfleik en Keflvíkingar gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta.


„Þriðji leikhlutinn bjargaði okkur og við héldum þeim 7-9 stigum fyrir neðan okkur. Við lékum mjög sterka vörn og ég er ánægður með okkar leik varnarlega og að fá á okkur 76 stig á móti Snæfelli er bara nokkuð gott. Við misstum aðeins dampinn í restina en heilt yfir var þetta góður sigur,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur í samtali við Víkurfréttir eftir leikinn.


„Sóknarleikurinn er ekki orðinn full mótaður og við erum ennþá að laga hann en varnarleikurinn síðustu tvo leiki er góður og ég er sáttur við það,“ sagði Guðjón sem sagðist vilja sjá meiri hraða í leik sinna manna. Guðjón sagði að það hafi fyrst og fremst verið sterk vörn sem skóp sigur liðsins í kvöld.


Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Rashon Clark skoraði 21 stig fyrir Keflavík í kvöld.

...........................

...........................

Þröstur Leó Jóhannsson skoraði 19 stig fyrir Keflavík í kvöld.

Guðjón Skúlason var ánægður með varnarleik Keflavíkur í kvöld og segir hann lykilinn að sigrinum á Snæfelli.