Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sterk staða Grindvíkinga
Föstudagur 11. apríl 2014 kl. 21:36

Sterk staða Grindvíkinga

Unnu Njarðvíkinga örugglega í Röstinni

Grindvíkingar unnu 16 sigur á Njarðvík þegar liðin mættust þriðja sinni í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í Röstinni í kvöld. Lokatölur urðu 89-73 en Grindvíkingar höfðu undirtökin allt frá upphafi.

Grindvíkingar leiddu 43-35 í hálfleik en Njarðvíkingar áttu í nokkrum erfiðleikum í sóknarleiknum. Það hefur ekki farið mikið fyrir Jóhanni Árna í sóknarleiknum hjá Grindavík í undanförnum leikjum en hann skilaði 19 stigum í fyrri hálfleik. Hjá Njarðvík var Elvar kominn með 11 stig og þeir Hjörtur og Logi 9 hvor. Tracy Smith var ekki að finna sig og fékk að hvíla sig á bekknum lengur en vanalega í fyrri hálfleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í síðari hálfleik voru Grindvíkingar mun ákveðnari í sínum aðgerðum og aldrei virtust gestirnir líklegir til þess að komast inn í leikinn að neinu ráði. Mikið munaði um að Tracy Smith var ekki svipur hjá sjón og virtist kappinn ekki finna taktinn í leiknum. Grindvíkingar voru að nýta breidd liðsins vel og liðsheildin skóp þennan verðskuldaða sigur þeirra í kvöld. Þeir leiða nú einvígið 2-1 en næsti leikum fer fram í Njarðvík á mánudag.

Grindavík-Njarðvík 89-73 (19-14, 24-21, 27-21, 19-17)

Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 26/4 fráköst, Earnest Lewis Clinch Jr. 23/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15/15 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Jón Axel Guðmundsson 9/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 7/14 fráköst, Ólafur Ólafsson 4, Ingvi Þór Guðmundsson 3, Daníel Guðni Guðmundsson 2, Hilmir Kristjánsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Kjartan Helgi  Steinþórsson 0.

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 22/4 fráköst/8 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 15/6 fráköst, Logi Gunnarsson 12/9 fráköst, Tracy Smith Jr. 9/13 fráköst/3 varin skot, Ágúst Orrason 5/4 fráköst, Egill Jónasson 4, Maciej Stanislav Baginski 3, Ólafur Helgi Jónsson 2, Ragnar Helgi Friðriksson 1, Magnús Már Traustason 0, Brynjar Þór Guðnason 0.