Stelpuslagurinn á morgun
Öll liðin í 1. deild kvenna í körfubolta, ásamt Haukum úr 2. deild, standa fyrir stjörnuleik kvenna (Stelpuslagur 2004) annað kvöld, miðvikudag 14. janúar kl 20.00. Leikurinn fer fram í Seljaskóla. Kosið er í tvö úrvalslið í opinni kosningu á netinu, Reykjavík og Suðrið. Allir bestu leikmenn landsins í kvennakörfunni voru í kjöri.
Leikur með þessu sniði hefur ekki farið áður fram fyrir kvennaliðin í körfuboltanum, en stjörnuleikur karla fór fram um síðustu helgi í Seljaskóla og tókst í alla staði mjög vel. Það er fullvissa þeirra sem að þessu standa að úrvalslið kvenna geti ekki síður boðið upp á spennandi og skemmtilegan leik.
Nú er netkosningu um liðin sem mætast í Stelpuslag 2004 lokið. Kosið var í tvö lið, annars vegar Reykjavík (ÍS, KR og ÍR) og hins vegar Suðrið (Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Haukar). Þátttakan í atkvæðagreiðslunni var mjög góð, því alls greiddu 825 atkvæði. Kosið var í 5 manna byrjunarlið og síðan eru liðin skipuð þeim 10 leikmönnum sem flest atkvæði fengu í hvort lið. Þjálfarar liðanna bæta síðan við tveimur leikmönnum að eigin vali til að skipa í 12 manna lið.
Þjálfari Reykjavíkur er Ívar Ásgrímsson, þjálfari ÍS
Þjálfari Suðursins er Pétur Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur
Leikurinn fer fram í Seljaskóla miðvikudagskvöld 14. janúar kl 20.00
Liðin eru þannig skipuð, atkvæðamagn hvers leikmanns er í sviga:
Reykjavík:
Byrjunarlið:
Alda Leif Jónsdóttir ÍS, bakvörður (505)
Eplunus Brooks ÍR, miðherji (490)
Hildur Sigurðardóttir KR, bakvörður (440)
Lovísa Guðmundsdóttir ÍS, framherji (340)
Katie Wolfe KR, framherji (316)
Aðrir kosnir leikmenn:
Kristrún Sigurjónsdóttir ÍR, framherji (189)
Stella Rún Kristjánsdóttir ÍS, bakvörður (163)
Guðríður Svana Bjarnadóttir ÍS, miðherji (159)
Rakel Margrét Viggósdóttir ÍR, framherji (121)
Svandís A Sigurðardóttir ÍS, framherji (118)
Leikmenn valdir af þjálfara:
Jófríður Halldórsdóttir ÍS, framherji (61)
Hafdís Helgadóttir ÍS, framherji (60)
Suðrið:
Byrjunarlið:
Erla Þorsteinsdóttir Keflavík, miðherji (491)
Helena Sverrisdóttir Haukar, framherji (356)
Erla Reynisdóttir Keflavík, bakvörður (320)
Pálína M Gunnlaugsdóttir Haukar, bakvörður (311)
Birna Valgarðsdóttir Keflavík, framherji (222)
Aðrir kosnir leikmenn:
Auður R Jónsdóttir Njarðvík, bakvörður (261)
Sólveig Gunnlaugsdóttir Grindavík, framherji (193)
Marín R Karlsdóttir Keflavík, bakvörður (186)
Anna María Sveinsdóttir Keflavík, framherji (156)
Petrúnella Skúladóttir Grindavík, framherji (137)
Leikmenn valdir af þjálfara:
María B Erlingsdóttir Keflavík, miðherji (126)
Kesha Tardy Grindavík, miðherji (81)