Stelpurnar okkar mæta Svartfjallalandi um helgina
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir Svartfjallalandi næstkomandi laugardag kl. 16 í Laugardalshöll, en þónokkrar af stelpunum okkar frá Suðurnesjum eru í hópnum. Birna Valgerður Benónýsdóttir, Embla Kristínardóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Elsa Albertsdóttir, Sandra Lind Þrastardóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir eru allar í hóp.
Leikurinn er fyrsti leikur landsliðsins í undankeppni EuroBasket Women 2019.