Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stelpurnar okkar mæta Slóvakíu á morgun
Þriðjudagur 14. nóvember 2017 kl. 11:07

Stelpurnar okkar mæta Slóvakíu á morgun

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta eru mættar til Slóvakíu en þær munu mæta heimastúlkum á morgun, miðvikudag, í seinni leik nóvembergluggans í undankeppni EM 2019. Leikurinn fer fram í bænum Ružomberok og hefst kl. 17 að íslenskum tíma og verður sýndur beint á RÚV2.

Þónokkrar af stelpunum okkar frá Suðurnesjum eru í landsliðshópnum, en þær Birna Valgerður Benónýsdóttir, Embla Kristínardóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Elsa Albertsdóttir, Sandra Lind Þrastardóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir eru allar í hóp.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024