Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stelpurnar héldu uppi heiðri Suðurnesjanna
Mánudagur 23. apríl 2012 kl. 10:01

Stelpurnar héldu uppi heiðri Suðurnesjanna

Úrslitaleikir hjá yngri flokkum í körfuboltanum fóru fram í Njarðvík um helgina og var umgjörð öll með glæsilegasta móti þar sem efnilegustu körfuboltamenn landsins létu ljós sitt skína. Suðurnesjamenn voru að venju í mörgum úrslitaleikjanna og komu tveir bikarar í hús hjá kvennaliðunum í Reykjanesbæ.


Njarðvíkingar urðu Íslandsmeistarar í stúlknaflokki í gær eftir sigur á grönnum sínum úr Keflavík eftir framlengingu. 81-75. Eyrún Líf Sigurðardóttir var valin besti maður leiksins með 30 stig, 6 fráköst, 6 stolna bolta og 3 stoðsendingar. Liðið vann einnig bikarmeistaratitilinn fyrr á tímabilinu. Nánari umfjöllun á Karfan.is.




Fyrr um daginn urðu Keflvíkingar svo Íslandsmeistarar í 9. flokki kvenna eftir öruggan sigur á stöllum sínum úr Grindavík í úrslitaleik flokksins. Lokatölur reyndust 51-20 þar sem Kristrún Björgvinsdóttir var valin besti leikmaðurinn með 8 stig, 7 fráköst, 3 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 2 varin skot. Nánar á Karfan.is.



10. flokkur karla hjá Njarðvík hafnaði svo í 2. sæti eftir tap gegn Haukum í spennandi leik.

VF-Myndir: [email protected]


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024