Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stelpur vilja slást í nýju bardagahúsi
Föstudagur 22. mars 2019 kl. 08:29

Stelpur vilja slást í nýju bardagahúsi

– Mikil aukning hjá Júdódeild UMFN

Gífurleg aukning stelpna í bardagaíþróttum hefur átt sér stað síðustu ár og fleiri stelpur æfa nú hjá júdódeild UMFN en nokkru sinni fyrr. Stofnaður hefur verið sérstakur stúlknahópur innan deildarinnar sem er skipaður stelpum, alls staðar af á Suðurnesjum, á aldrinum ellefu til sextán ára. Guðmundur Stefán Gunnarsson og Heiðrún Fjóla Pálsdóttir eru þjálfarar þeirra og segjast gífurlega ánægð með þróunina. Hópurinn sé skipaður öflugum og sérlega efnilegum einstaklingum.
 
„Við erum í skýjunum með þennan aukna áhuga hjá kvenfólkinu. Það hefur verið mikil aukning frá áramótum,“ segir Guðmundur Gunnarsson, þjálfari í bardagaíþróttum Ungmennafélags Njarðvíkur, en hann er líka í skýjunum með nýju aðstöðuna, nýtt bardagahús við Smiðjuvelli í Reykjanesbæ.
 
Um 80 til 100 manns æfa bardagaíþróttir hjá félaginu, sá elsti 74 ára og yngsti fjögurra ára og hefur verið sérstaklega mikil fjölgun hjá kvenþjóðinni. „Við erum sérstaklega ánægð að fá stelpurnar inn í húsið. Þær eru tæknilegar, einbeittar en þurfa bara að taka sitt pláss eins og það heitir. Þessi hópur sem er kominn til okkar er mjög góður. Líkalega sá besti á landinu,“ sagði Guðmundur með bros á vör og bætti því við að aðstaðan í nýja bardagahúsinu væri frábær. „Þetta er örugglega besta æfingaaðstaða sem iðkendur í fjölbragðaglímum hér á landi hafa. Alger bylting.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024