Steinþór Jóhannsson karlkeilari ársins 2009
Steinþór Jóhannsson, KFR, var í gærkvöldi útnefndur karlleikari ársins 2009.
Steinþór hefur lagt stund á keilu í 17 ár og leikið bæði með unglingalandsliði og karlalandsliði Íslands. Á árinu varð hann Íslandsmeistari einstaklinga og einnig Íslands-, Deildar- og Bikarmeistari með liði sínu. Hann tók þátt í Evrópumóti landsmeistara og stóð sig mjög vel, náði til dæmis að spila fullkominn leik.
VF-mynd: Jón Björn Ólafsson