Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Steinlágu fyrir Haukum
Þriðjudagur 12. apríl 2016 kl. 08:00

Steinlágu fyrir Haukum

Það var heldur bragðdaufur oddaleikur sem leikinn var milli Hauka og Grindavíkur á Ásvöllum í gærkvöldi. Haukar gersigurðu Grindvíkinga, 74-39 en boltinn hreinlega vildi ekki ofan í körfuna fyrir gestina í fyrsta fjórðung. Grindvíkingar skoruðu 1 stig í fyrsta fjórðung en 11 í heildina í fyrri hálfleik, segir í frásögn www.karfan.is af leiknum. Haukar mæta því óþreygjufullum Snæfellskonum sem beðið hafa lengi.

 
Úrvalsdeild kvenna, Úrslitakeppni

Haukar-Grindavík 74-39 (12-1, 20-10, 23-16, 19-12)

Haukar: Helena Sverrisdóttir 24/13 fráköst/4 varin skot, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 12/14 fráköst, Shanna Dacanay 9, Pálína María Gunnlaugsdóttir 8/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 4/5 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 3, Dýrfinna Arnardóttir 2, Hanna Þráinsdóttir 2, Rósa Björk Pétursdóttir 2, Sólrún Inga Gísladóttir 2, María Lind Sigurðardóttir 2.

Grindavík: Whitney Michelle Frazier 14/8 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 5, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 4, Petrúnella Skúladóttir 4, Hrund Skúladóttir 3, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 3/4 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 2, Jeanne Lois Figeroa Sicat 1, Íris Sverrisdóttir 0, Ingunn Embla Kristínardóttir 0/5 fráköst, Helga Einarsdóttir 0/5 fráköst.
Dómarar:

Viðureign: 3-2
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024