Steindór sæmdur gullmerki
Steindór Gunnarsson yfirsundþjálfari hjá ÍRB var á dögunum sæmdur gullmerki Sundsambands Íslands fyrir að vera óþreytandi í starfi sínu og fyrir að vera alltaf tilbúinn að veita hjálparhönd. Steindór hefur þjálfað hjá Njarðvík, ÍRB auk þess að þjálfa unglinga- og A-landslið Íslands löngum og farsælum ferli. Hann hefur verið kjörinn þjálfari ársins: 1996, 2006, 2007 og 2008.