Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Steindór og Eðvarð heiðursgestir í gær
Föstudagur 30. mars 2007 kl. 10:46

Steindór og Eðvarð heiðursgestir í gær

Fyrir leik Njarðvíkur og Grindavíkur í undanúrslitunum í gærkvöldi stigu sundþjálfarar ÍRB út á gólf en þeir eru Steindór Gunnarsson og Eðvarð Þór Eðvarðsson. Saman hafa þeir Steindór og Eðvarð náð glæsilegum árangri með sundlið ÍRB og undir þeirra stjórn tryggði ÍRB sér 14 Íslandsmeistaratitla á dögunum.

 

Heiðursgestirnir heilsuðu upp á leikmenn og þjálfara beggja liða fyrir leik í gærkvöldi í fylgd Valþórs S. Jónssonar formanns Körfuknattleiksdeildar UMFN. Árangur Steindórs og Eðvarðs með ÍRB hefur verið eftirtektarverður en skemmst er þess að minnast þegar ÍRB varð í þriðja sinn í röð AMÍ meistari síðasta sumar eftir frækinn sigur í Vatnaveröldinni í Reykjanesbæ.

 

[email protected]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024