Steindór og Eðvarð heiðursgestir í gær
Fyrir leik Njarðvíkur og Grindavíkur í undanúrslitunum í gærkvöldi stigu sundþjálfarar ÍRB út á gólf en þeir eru Steindór Gunnarsson og Eðvarð Þór Eðvarðsson. Saman hafa þeir Steindór og Eðvarð náð glæsilegum árangri með sundlið ÍRB og undir þeirra stjórn tryggði ÍRB sér 14 Íslandsmeistaratitla á dögunum.
Heiðursgestirnir heilsuðu upp á leikmenn og þjálfara beggja liða fyrir leik í gærkvöldi í fylgd Valþórs S. Jónssonar formanns Körfuknattleiksdeildar UMFN.