Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Steinar skorað mest á einu ári
Mynd af Steinari að ofan frá minningarmóti Ragnars Margeirssonar. Guðmundur Steinarsson að neðan eftir að hann jafnaði markamet föður síns hjá Keflavík.
Miðvikudagur 2. janúar 2013 kl. 10:33

Steinar skorað mest á einu ári


Samkvæmt upplýsingum frá Sigmundi Ó. Steinarssyni fyrrum íþróttafréttamanni á Steinar Jóhannsson markahrókur úr Keflavík, Íslandsmetið yfir flest skoruð mörk á einu almanaksári en Alfreð Finnbogason setti á dögunum met yfir þá Íslendinga sem hafa skorað flest mörk á einu almannaksári í atvinnumennsku erlendis og með landsliðinu.


Alfreð skoraði 32 mörk með félagsliðum sínum erlendis á árinu 2012 og tvö mörk með íslenska landsliðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingurinn Steinar, sem er faðir Guðmundar Steinarssonar markahróks, skoraði alls 35 mörk árið 1973.

Mörk Steinars árið 1973:

1 mark í aukaleik um UEFA-sæti.
5 mörk í leikjum í Meistarakeppni KSÍ.
11 mörk í leikjum í Litlu-bikarkeppninni.
11 mörk í leikjum á Íslandsmótinu.
6 mörk í leikjum í Bikarkeppni KSÍ.
1 mark í landsleik.