Steinar skorað mest á einu ári
Samkvæmt upplýsingum frá Sigmundi Ó. Steinarssyni fyrrum íþróttafréttamanni á Steinar Jóhannsson markahrókur úr Keflavík, Íslandsmetið yfir flest skoruð mörk á einu almanaksári en Alfreð Finnbogason setti á dögunum met yfir þá Íslendinga sem hafa skorað flest mörk á einu almannaksári í atvinnumennsku erlendis og með landsliðinu.
Alfreð skoraði 32 mörk með félagsliðum sínum erlendis á árinu 2012 og tvö mörk með íslenska landsliðinu.
Keflvíkingurinn Steinar, sem er faðir Guðmundar Steinarssonar markahróks, skoraði alls 35 mörk árið 1973.
Mörk Steinars árið 1973:
1 mark í aukaleik um UEFA-sæti.
5 mörk í leikjum í Meistarakeppni KSÍ.
11 mörk í leikjum í Litlu-bikarkeppninni.
11 mörk í leikjum á Íslandsmótinu.
6 mörk í leikjum í Bikarkeppni KSÍ.
1 mark í landsleik.