Steinar Örn Ingimundarson ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur
Steinar Örn Ingimundarson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur og er ráðning hans til eins árs. Skrifað var undir samninginn í K-húsinu í gærkvöldi. Steinar var síðast þjálfari hjá Víði í Garði og var hjá þeim sl. þrjú ár.
Keflavík mun spila í 1.deildinni næsta tímabil og er mikill og góður hugur hjá leikmönnum, þjálfara og stjórn að koma liðinu aftur í efstu deild.  Steinar mun hefja æfingar strax í næstu viku.
Ljósmynd: Jón Örvar Arason



 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				