„Stefnum að því að taka færri miðjur en í fyrra.“
Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Pepsi-deildar liðs Grindavíkur í knattspyrnu er í Sportspjalli Víkurfrétta þessa vikuna. Grindvíkingar hafa verið að gera það gott í Pepsi-deildinni í sumar og eru sem stendur í 2. sæti deildarinnar. Gunnar svaraði nokkrum laufléttum spurningum fyrir Víkurfréttir.
	Fullt nafn: Gunnar Þorsteinsson.
	Íþrótt: Knattspyrna.
	Félag: UMFG.
	Hjúskaparstaða: Í sambandi.
	Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? Fór á mína fyrstu fótboltaæfingu fimm ára í kjallaranum í Þórsheimilinu.
	Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Sigurlás Þorleifsson heitinn.
	Hvað er framundan? Stefnan er sett á að taka færri miðjur en við gerðum í fyrra.
	Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Fyrsti landsleikur rennur seint úr minni.
	Uppáhalds:
	Leikari: Terry Crews.
	Bíómynd: The Lion King.
	Bók: In Pursuit of Excellence.
	Alþingismaður: Amma mun húðskamma mig fyrir að nefna Sjálfstæðismann, en Palli Magg.
	Staður á Íslandi: Herjólfsdalur.
	Hvað vitum við ekki um þig? Legg stund á nám í jarðeðlisfræði og starfa hjá HS Orku.
	Hvernig æfir þú til að ná árangri? Mér finnst gott að skipta æfingum í fernt: Liðsæfingar, einstaklingsæfingar, líkamlega þjálfun og huglæga þjálfun. Séu allir fjórir þættirnir ræktaðir fylgja framfarir og árangur á endanum í kjölfarið.
	Hver eru helstu markmið þín? Ég kýs svona yfirleitt að halda markmiðum mínum út af fyrir mig. Fólk hefur almennt ekki áhuga á tilætlunum manns, árangur talar sínu máli.
	Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Spilaði með ÍBV í Evrópukeppni á Maracana vellinum gegn Rauðu stjörnunni. Vígbúnir hermenn stóðu vörð um liðin á leiðinni út á völl og nota þurfti táknmál til að koma skilaboðum áleiðis, slík voru lætin. Ótrúleg lífsreynsla
	Skilaboð til upprennandi íþróttamanna: Æfið mest, æfið best. Ertu viss um að þú sért að gera eins vel og þú mögulega getur?


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				