Íþróttir

Stefnan tekin á heimsmeistaratitil og Ólympíuleika
Fimmtudagur 23. maí 2013 kl. 08:13

Stefnan tekin á heimsmeistaratitil og Ólympíuleika

NM í taekwondo um helgina

Næstkomandi helgi fer fram Norðurlandamótið í taekwondo í Finnlandi. Stór hópur Íslendinga fer á mótið og þar af eru 11 keppendur frá Keflavík. Þetta er stærsti hópur Keflvíkinga sem haldið hefur á erlent mót, en keppendur úr Keflavík hafa gert það gott bæði hér heima og erlendis á þessu tímabili. Keflvíkingarnir hafa æft vel fyrir mótið og stefna á góðan árangur. Hér að neðan fáum við að kynnast keppendunum aðeins betur en næstu daga verða fleiri keppendur kynntir til leiks.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ari Normandy Del Rosario

Aldur
34.

Flokkur á NM
Keppi í bardaga -80kg.

Árangur í taekwondo
Íslandsmeistari 2003, þriðja sæti US Cup 2000,  nnað sæti Scottish Open 2003.
Var valinn keppandi mótsins á síðustu tveimur mótum.

Hvað hefurður æft taekwondo lengi?
Frá 11 ára tilársins 2003, tók þá smá pásuen hef verið að æfa aftur á fullu frá nóvember 2012.

Markmið í taekwondo?

Vinna NM svo vonandi komast á HM 2015.

Uppáhaldsmatur?
Núðlur með eggjum.

Hvað finnst þér skemmtilegast við taekwondo?
Mæta á æfingar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ástrós Brynjarsdóttir

Aldur
14 ára.

Flokkur á NM
Keppi í tækni 12-14 ára og bardaga -47kg.

Árangur í taekwondo
Hefur unnið gull í tækni á öllum bikarmótum og Íslandsmótum frá því að hún byrjaði að æfa. Þrenn gull á Íslandsmeistarmótinu 2012. Brons á Norðurlandamóti 2012, tvenn gull á Scottish Open 2012. 9. sæti á Evrópumótinu á Spáni 2013. 7. sæti á Spánska opna mótinu 2013.

Gull á Íslandsmeistaramótinu í bardaga 2012 og 2013. Silfur á Norðurlandamótinu 2012. Gull á Scottish Open 2012 í tækni. Taekwondo kona ársins hjá ÍSÍ 2012 og taekwondo kona Reykjanesbæjar 2012.
Ótal aðrar viðurkenningar og verðlaun

Hvað hefurður æft taekwondo lengi?
Hef æft taekwondo frá 2006 og tók svartabeltið í maí 2012.

Markmið í taekwondo?
Markmiðið mitt er að verða Norðurlandameistari í sparring og poomsae, Evrópumeistari og Heimsmeistari í poomsae.

Uppáhaldsmatur?
Það er svo margt. Píta, kjúklingur, tacos og margt margt fleira.

Hvað finnst þér skemmtilegast við taekwondo?
Mér finnst skemmtilegast að mæta á æfingar og læra eitthvað nýtt. Sérstaklega þegar það er eitthvað erfitt og ég næ að bæta mig í einhverju. Einnig finnst mér gaman að fara á stór erlend mót og sjá og hitta þá bestu og læra af þeim.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Karel Bergmann Gunnarsson

Aldur
15 ára.

Flokkur á NM
Ég keppi í sparring (bardaga) og er að keppa í -59 kg.

Árangur í taekwondo
Svartbeltingur, landsliðsmaður. Íslandsmeistari 2013 og þrefaldur bikarmeistari í sparring ásamt því að vera valinn keppandi mótsins á bikarmóti þrisvar. Silfur á RIG, silfur og brons í tækni á bikarmóti.
Brons í bardaga á bikarmóti 2012. Silfur á Íslandsmóti í bardaga. Brons á Norðurlandamóti. Silfur á Íslandsmóti í paratækni. Silfur á Scottish Open. Brons í tækni á bikarmóti. Gull í bardaga á bikarmót og valinn besti keppandinn í bardaga á einu bikarmótinu. Sigraði sinn flokk í bardaga á landsmóti UMFÍ.
2007-2011 Íslandsmeistari í bardaga. Fern gull og tvenn silfur á Bikarmótum.

Hvað hefurður æft taekwondo lengi?
Síðan árið 2006.

Markmið í taekwondo?
Komast á Ólympíuleikana 2020.

Uppáhaldsmatur?
Kjúklingur.

Hvað finnst þér skemmtilegast við taekwondo?
Ég fæ svo mikla útrás á æfingu og mér finnst alltaf gaman að keppa og fá mikla hreyfingu.