Stefán valinn besti leikmaðurinn
Stefán Gíslason, miðjumaður Keflavíkur, var valinn besti maður Landsbankadeildar karla í knattspyrnu eftir fyrstu sex umferðirnar.
Þessi ákvörðun var tilkynnt í hádeginu en þar var líka upplýst hvaða leikmenn skipa lið 1.-6. umferðar Landbankadeildarinnar. Stefán er eini Keflvíkingurinn, en Grindvíkingurinn Grétar Hjartarson er að sjálfsögðu í þessum hópi.
Liðið er annars eins og hér segir:
Markvörður: Bjarni Þórður Halldórsson, Fylki.
Vörn: Gunnlaugur Jónsson, ÍA, Valur Fannar Gíslason, Fylki, Tommy Nielsen, FH og Kristján Örn Sigurðsson, KR.
Miðjumenn: Stefán Gíslason, Keflavík, Atli Sveinn Þórarinsson, KA, Finnur Kolbeinsson, Fylki og Kristinn Hafliðason, KR.
Framherjar: Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV og Grétar Hjartarson, Grindavík.
Dómari umferðanna er Kristinn Jakobsson, Þorlákur Árnason, þjálfari Fylkis, er besti þjálfarinn.
VF-mynd/Hilmar Bragi: Stefán Gíslason í eldlínunni