Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stefán Thordersen nýr formaður UMFN
Fimmtudagur 23. apríl 2009 kl. 15:06

Stefán Thordersen nýr formaður UMFN


Aðalfundur UMFN var haldinn 21. apríl og var vel mætt á fundinum sem haldinn var í Íþróttamiðstöðinni í Njarðvík.

Formaður Kristján Pálsson flutti skýrslu stjórnar þar sem tæpt var á mörgu m.a. þeim breytingum sem urðu á hverfaskiptingu bæjarfélaganna við sameininguna þegar allt Móahverfið var flutt í Holtaskóla. Þetta olli UMFN miklum búsifjum þar sem fjöldi ungmenna fluttist yfir í Keflavíkurfélagið. UMFN fer fram á það að ný hverfi í Innri Njarðvík og á Vallarsvæðinu verði af bæjaryfirvöldum skilgreind sem svæði UMFN. Þess þurfi til að jafna aðstöðu félaganna og styrkja stöðu UMFN. Fram kom í skýrslunni að Kristján gefur ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður UMFN né Elsie Einarsdóttir sem ritari félagsins.

Á fundinum voru eftirfarandi heiðranir:

Eftirtaldir voru sæmdir silfurmerki UMFÍ, starfsmerki
Kristján Pálsson fráfarandi formaður var sæmdur silfur- og starfsmerki UMFÍ og var það Björg Jakobsdóttir stjórnarmaður í UMFÍ sem afhenti merkið.



Eftirtaldir voru sæmdir gullmerki UMFN, heiðursmerki:
Guðmundur Snorrason f.v. formaður UMFN
Stefán Bjarkarson f.v. formaður UMFN
Böðvar Jónsson f.v. formaður UMFN
Haukur Jóhannsson f.v. formaður UMFN

Eftirtaldir voru sæmdir silfurmerki UMFN, starfsmerki:

Friðrik Ólafsson sunddeild.
Þórður Karlsson knattspyrnudeild
Þórunn Þorbergsdóttir körfuknattleiksdeild
Herbert Eyjólfsson lyftingadeild



Íþróttamaður UMFN 2008
Elva Dögg Haraldsdóttir var kjörin sem íþróttamaður UMFN 2008 og er þetta í 3ja sinn sem henni hlotnast þessi titill.



Íþróttamenn deilda UMFN 2008

Jóhann Ólafsson körfuboltadeild
Sturla Ólafsson lyftingadeild
Ingvar Jónsson knattspyrnudeild
Erla Dögg Haraldsdóttir sunddeild

Ólafsbikarinn starfsbikar UMFN 2008
Rafn M. Vilbergsson knattspyrnudeild fékk bikarinn að þessu sinni fyrir frábær störf fyrir deildina.

Ný stjórn UMFN
Stefán Thordersen formaður
Arngrímur Guðmundsson ritari
Þórunn Friðriksdóttir gjaldkeri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024