Stefán skoraði í tapleik
Stefán Gíslason, fyrrum leikmaður knattspyrnuliðs Keflavíkur, skoraði eina mark Lyn í 3-1 tapi gegn Lilleström norska boltanum í kvöld.
Aðrir Suðurnesjamenn sem létu að sér kveða voru þeir Jóhann B Guðmundsson, sem lék allan tímann með liði sínu GAIS í 1-0 tapi gegn Gefle í sænsku úrvalsdeildinni og Hjálmar Jónsson lék í stöðu vinstri bakvarðar hjá Gautaborg í 1-1 jafntefli.
Þetta kemur fram á fótbolti.net.