Fimmtudagur 6. júlí 2006 kl. 22:17
				  
				Stefán sjóðheitur og Keflavík áfram
				
				
				 Keflvíkingar eru komnir áfram í 8 liða úrslit í VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á 1. deildar liði Leiknis í kvöld.
Keflvíkingar eru komnir áfram í 8 liða úrslit í VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á 1. deildar liði Leiknis í kvöld. 
 
Stefán Örn Arnarson gerði tvö mörk fyrir Keflavík og Guðmundur Steinarsson eitt. Stefán hefur nú gert 5 mörk í þremur leikjum og er sjóðandi heitur.