Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stefán sá við heimamönnum í Leirunni á Ljósanótt
Stefán Már Stefánsson lék flott golf í Hótels Keflavíkur mótinu í Leiru á Ljósanótt.
Mánudagur 7. september 2015 kl. 10:07

Stefán sá við heimamönnum í Leirunni á Ljósanótt

Um 100 kylfingar tóku þátt í hinu árlega golfmóti Hótel Keflavíkur á Hólmsvelli í Leiru en það er hluti af dagskrá Ljósanætur í Reykjanesbæ. Veðrið var ágætt framan af en síðan fór að rigna sem gerði kylfingum erfitt fyrir. GR-ingurinn Stefán Már Stefánsson lék glæsilegt golf og kom inn á 5 undir pari, 67 höggum og vann án forgjafar. Suðurnesjakylfingarnir Helgi Dan Steinsson, klúbbmeistari Grindavíkur og Guðmundur r. Hallgrímsson, klúbbmeistari GS urðu í 2. og 3. sæti.

Hótel Keflavík gaf frábæra vinninga í mótið og úrslit urðu sem hér segir:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Höggleikur
1. sæti Stefán Már Stefánsson GR 67 högg
2. sæti Helgi Dan Steinsson GG 72 högg
3. sæti Guðmundur R Hallgrímsson GS 74 högg
4. sæti Björn Þór Hilmarsson GR 74 högg
5. sæti Þröstur Ástþórsson GS 75 högg
6. sæti Björgvin Sigmundsson 80 högg
7. sæti Guðjón R Svavarsson 81 högg
77. sæti Ingigerður L. Daðadóttir GSE 118 högg

Punktakeppni
1. sæti Guðjón R. Svavarsson GS 39 punktar
2. sæti Birgir Jónsson GSG 39 punktar
3. sæti Jóhann P. Kristbjörnsson GS 38 punktar
4. sæti Hafþór Theódórsson GSE 38 punktar
5. sæti Stefán Már Stefánsson GR 38 punktar
6. sæti Böðvar Þórisson GBO 36 punktar
7. sæti Sveinn Ævarsson GS 36 punktar
77. sæti Víðir Tómasson GSG 18 punktar

Nándarverðlaun
3. braut Jóhannes Ellertsson 7.21 m
8. braut GRM 6 m
13. braut Guðmundur Rúnar 6.m
16. braut. Atli Þór 0.46 m

Önnur verðlaun
Flestar 7 í mótinu Gunnlaugur Ágúst.
Flestar 8 í mótinu Tryggvi Björn.