Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stefán og Guðný best í Keflavík
Laugardagur 16. október 2004 kl. 12:29

Stefán og Guðný best í Keflavík

Stefán Gíslason var valinn besti leikmaður sumarsins í meistaraflokki karla á lokahófi knattspyrnudeildar Keflavíkur í gærkvöld. Guðný Þórðardóttir var valinn besti leikmaður kvenna við sama tækifæri.

Lokahófið fór fram á Ránni í Reykjanesbæ og var þar saman kominn fjöldi manns til þess að gleðjast með sínu knattspyrnufólki. Að þessu sinni var það Ísólfur Gísli Pálmason sem stjórnaði veislunni og hinn síungi æringi „Laddi“ hélt upp fjörinu af sinni alkunnu snilld.

Vinningshafar:

2. flokkur karla:
Besti félaginn, Guðmundur Þórðarson
Framfarverðlaun, Þorsteinn Georgsson
Besti leikmaður, Árni Þór Ármannsson

2. flokkur kvenna:
Besti félaginn, Inga Lilja Jónsdóttir
Framfaraverðlaun, Birna Bergþórsdóttir
Besti leikmaður, Alexandra Cruz

Meistaraflokkur karla:
Besti félaginn, Magnús Þorsteinsson
Efnilegasti leikmaðurinn, Ingvi Rafn Guðmundsson
Besti leikmaður, Stefán Gíslason

Meistaraflokkur kvenna:
Besti félaginn, Björg Ásta Þórðardóttir
Efnilegasti leikmaðurinn, Mist Elíasdóttir
Besti leikmaður, Guðný Þórðardóttir

VF-myndir/Þorgils Jónsson: Stefán og Guðný með verðlaunagripina sína.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024