Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stefán lánaður til Reynis
Fimmtudagur 21. júní 2007 kl. 16:40

Stefán lánaður til Reynis

Stefán Örn Arnarson, framherji úr Keflavík, hefur verið lánaður til Reynis, sem leikur í fyrstu deildinni. SAmningurinn er til eins mánaðar.

Stefán hefur lítið fengið að spreyta sig í sumar þar sem Þórarinn Kristjánsson og Guðmundur Steinarsson hafa verið að leika vel.

Stefán hefur þó reynst Keflvíkingum mikilvægur á undanförnum tveimur árum og skorað 9 deildarmörk.

Á heimasíðu Reynis segir að um mikinn liðsstyrk sé að ræða, en hann mun leika sinn fyrsta leik fyrir Reyni á morgun gegn KA. Mun hann geta leikið 6 leiki fyrir félagið á meðan lánssamningum stendur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024