Stefán í landsliðshópnum
Stefán Gíslason, leikmaður Keflavíkur í knattspyrnu, var valinn í 20 manna landsliðshóp Íslands sem Logi Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson tilkynntu fyrr i dag.
Stefán hefur verið einn af burðarásum Keflavíkurliðsins í sumar og vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína, sérstaklega í upphafi sumars. Í samtali við Víkurfréttir í dag sagði Stefán að valið hafi komið sér nokkuð á óvart. „Ég var ekki inni í 22 manna hópnum fyrir Ítalíuleikinn þannig að það kom mér á óvart að vera í 20 mannahópnum núna. Þetta er annars mjög gaman og ágæt viðurkenning.“
Stefán hefur áður leikið 2 landsleiki fyrir Íslands hönd, en þeir voru á æfingaferð landsliðsins um austurlönd árið 2002.
VF-mynd: Úr safni