Stefán Gísla farinn til Bröndby
Knattspyrnukappinn Stefán Gíslason, sem lék með Keflavík um nokkurra ára skeið, hefur verið seldur frá Lyn í Noregi til danska stórliðsins Bröndby. Kaupverðið er talið nema um 100 milljónum króna.Stefán vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Lyn og var fullyrt að mörg félög væru með hann í sigtinu. Eftir nokkuð langt ferli er hann hins vegar búinn að semja við Bröndby til fimm ára og hefur æfingar hjá liðinu eftir helgi.






