Stefan Bonneau bestur í seinni hluta Domino´s deildarinnar
Tæp 37 stig að meðaltali í leik !
Stefan Bonneau, bandarískur leikmaður Njarðvíkinga, var í dag valinn besti leikmaður seinni hluta Domino´s deildarinnar.
Bonneau, sem er 28 ára og fæddur í New York fylki, hefur glatt áhorfendur deildarinnar með frábærum tilþrifum í þeim 11 leikjum sem hann hefur spilað fyrir Njarðvík. Þá hefur hann skorað lítil 36,9 stig, tekið 7 fráköst og gefið 5,1 stoðsendingu að meðaltali í þessum leikjum.
Í liði seinni hluta deildarinnar voru eftirfarandi leikmenn:
Stefan Bonneau - Njarðvík
Emil Barja - Haukar
Pavel Ermolinskij - KR
Darrell Lewis - Tindastóll
Grétar Ingi Erlendsson - Þór Þorlákshöfn
Þá var Israel Martin, spænskur þjálfari Tindastóls útnefndur þjálfari seinni umferðar og Kristinn Marínósson, Haukum, mesti dugnaðarforkurinn
Úrslitakeppnin hefst svo á fimmtudagskvöldið með viðureignum KR og Grindavíkur annars vegar og Njarðvíkur og Stjörnunnar hins vegar.