Stakkavík aðalstyrktaraðili körfuknattleiksdeildar Grindavíkur
Stakkavík er aðalstyrktaraðili körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Þeir Hermann Ólafsson hjá Stakkavík og Magnús Andri Hjaltason hjá körfuknattleiksdeildinni undirrituðu samning þessa efnis í gær. Meistaraflokkar karla og kvenna í Grindavík verða því með merki Stakkavíkur á bringunni í vetur og næstu árin því samningurinn er til þriggja ára.
Magnús Andri sagði við undirritun samningsins að hann væri ánægjulegur og að körfuknattleiksdeildin mæti stuðning Stakkavíkur mikils. Stakkavík hefur verið traustur bakhjarl íþróttalífs í Grindavík í gegnum tíðina en kæmi nú með enn öflugri hætti að körfuknattleiksdeildinni.
Mynd frá undirritun samningsins í gær. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi