Stækkar með hverju árinu
Jólasýning Fimleikadeildar Keflavíkur
Hin árlega jólasýning Fimleikadeildar Keflavíkur fer fram á laugardag í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Í fyrra var fullt út úr dyrum og þurftu aðstandendur sýningarinnar að hafa sig alla við til þess að koma áhorfendum fyrir í húsinu. Í ár hefur í fyrsta sinn verið brugðið á það ráð að hafa forsölu á sýningardegi.
Hildur María Magnúsdóttir mun hafa yfirumsjón með jólasýningu FK annað árið í röð en í fyrra var túlkuð jólasaga eftir systur Hildar, Bryndísi Jónu Magnúsdóttur. Í ár verður þemað jólasveinarnir þrettán. ,,Það verða öll áhöld úti með nýjum og ferskum dansatriðum og við tjöldum til öllu því besta sem deildin hefur að geyma,” sagði Hildur María í samtali við Víkurfréttir. ,,Það er komin sterk hefð á jólasýninguna hjá okkur og hún hefur stækkað með ári hverju. Jólasýning fimleikadeilarinnar er jafnan mikið skipulagsverk og við byrjuðum að pæla í henni fyrir alvöru í lok október en æfingar fóru svo af stað um miðjan nóvember,” sagði Hildur María og í þetta sinn mun fólki gefast kostur á því að tryggja sér miða á sýninguna fyrr á laugardeginum en áður hefur verið.
,,Þetta verður í fyrsta skipti sem við höfum forsölu á meðan generalprufan okkar verður í gangi og forsalan er til þess að koma í veg fyrir að biðraðir myndist við íþróttahúsið skömmu fyrir sýningu,” sagði Hildur María. Forsalan mun hefjast kl. 10:00 laugardaginn 8. desember, á sýningardag, og stendur hún fram til hádegis. Sýningin sjálf hefst svo kl. 15:00 en húsið verður opnað fyrir gesti kl. 14.30.
,,Í fyrra rétt náðum við að koma fólki fyrir í salnum og á stöðum í salnum voru áhorfendur jafnvel fyrir iðkendum í sýningunni. Við höfum verið að hugsa um það að halda tvær sýningar í stað einnar en það er á framtíðarplaninu ef ásóknin í sýninguna verður áfram jafn mikil,” sagði Hildur María en hún var með lausn á vandanum. ,,Við þyrftum bara að fá okkar eigið hús.”
Of mikið umstang væri að halda jólasýninguna á stað eins og Reykjaneshöllinni þar sem mikill búnaður fylgir Fimleikadeildinni. Hvernig svo sem þau mál fara þá er víst að jólasýningin í ár verður vegleg að vanda og um að
Myndir: Ellert Grétarsson, [email protected] - Frá jólasýningu Fimleikadeildar Keflavíkur í fyrra.