Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Sprotasportið“ skvass á mikla möguleika
Mánudagur 4. janúar 2010 kl. 14:40

„Sprotasportið“ skvass á mikla möguleika

Fyrsta skvassmótið á Suðurnesjum, Háskólavallamótið, var haldið í íþróttahúsinu að Ásbrú 30. desember sl.. Fimmtán keppendur tóku þátt og var tekist hraustlega á, án þess að menn skildu sárir. Mörg skemmtileg tilþrif sáust og greinilegt að íþróttinni á eftir að vaxa fiskur um hrygg á næstu misserum, enda sameinar skvassið mikla brennslu og skemmtanagildi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Glæsilegar matarkörfur frá Nettó féllu í skaut þeirra þriggja efstu á mótinu. Sigurvegari varð Gunnar Ellert Geirsson sem sigraði alla sína leiki. Í öðru sæti varð Sigurður Garðarsson sem sýndi mikla seiglu og keppnishörku. Þriðji varð svo Stefán Guðjónsson Samkaupsbarón sem sigraði Örvar Sigurðsson í hörkuleik.

Mestu vonbrigði mótsins voru þó án efa frammistaða hertogans af Keili, Birgis Más Bragasonar, sem fyrir mótið hafði æft gríðarlega vel og gerði sér vonir verðlaunasæti. Hann varð hinsvegar að hætta keppni eftir að hafa tapað tveimur leikjum og kenndi um „bráða“beinhimnubólgu í skönkum sínum. Ekki var læknalið mótsins tilbúðið að skrifa uppá greiningu Brigis. Hann fékk því skammarverðlaun mótsins sem voru viku langt prjónanámskeið, prjónar og garn frá Gefjunni.

Það er nokkuð ljóst eftir þetta skemmtilega mót, að „sprotasportið“ skvass á mikla möguleika hér á svæðinu ef menn halda rétt á spöðunum.

Efri myndin: Verðlaunahafar mótsins. Frá vinstri: Sigurður Garðarsson, Gunnar Ellert Geirsson og Gunnar Sigurðsson sem tók við verðlaunum fyrir Stefán Guðjónsson.


Smári Friðriksson með magnaðan varnarleik án þess að horfa á boltann.