Sportmenn hittast í Holtaskóla
Líkt og fyrir aðra heimaleiki Keflavíkur munu Sportmenn hittast í Holtaskóla fyrir Evrópuleikinn gegn Dungannon í dag. Dagskrá hefst kl. 16.00 og er sem hér segir:
Ávarp formanns
David Mills, aðalnjósnari Newcastle Utd, ávarpar Sportmenn
Kristján þjálfari kemur í heimsókn
Orðið laust
Kaffi og meðlæti á boðstólum.
Í tilkynningu stjórnar segir að mikilvægt sé að allir mæti stundvíslega til að dagskrá geti hafist á réttum tíma þar sem tíminn verður naumur einkum og sér í lagi þar sem þeir þurfa að vera mættir út á völl vel fyrir kl. 17.00 vegna strangra reglna UEFA varðandi göngu keppnisliða inn á völlinn.