Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Sporthúsið fimm ára í haust
„Fólk sækir meira í að vera hluti af hópnum og í þessum stemningshópum,“ segir Ari Elíasson framkvæmdastjóri Sporthússins.
Þriðjudagur 17. janúar 2017 kl. 15:05

Sporthúsið fimm ára í haust

Suðurnesjamenn aldrei öflugri í ræktinni en núna

Sporthúsið í Reykjanesbæ fagnar fimm ára afmæli sínu síðar á þessu ári. Þeim fjölgar stöðugt sem sækja staðinn að staðaldri og segir Ari Elíasson, framkvæmdastjóri Sporthússins, að áhuginn hafi   aldrei verið eins mikill og einmitt núna. „Þetta er búið að þróast algjörlega í þá átt sem við vonuðum. Við erum ánægð og teljum viðskiptavini okkar vera það líka, enda leggjum við mikið upp úr góðri þjónustu. Það er mikil stemning í húsinu sem er gríðarlega mikilvægt,“ segir Ari.
Eins og Íslendingum sæmir þá er mikið annríki í líkamsræktarstöðvum í janúarmánuði. Ari segir nýliðin áramót þau stærstu frá upphafi hjá Sporthúsinu í Reykjanesbæ og ljóst að Suðurnesjafólk ætli að taka árið 2017 með trompi.

Stöðugt hefur verið unnið að því að betrumbæta húsnæði og aðstöðu frá því að Sporthúsið tók þar til starfa og á fimm ára afmælisári stendur enn meira til. Ari er þó þögull sem gröfin hvað það varðar en segir spennandi hugmyndir á teikniborðinu. Hegðun Suðurnesjamanna í ræktinni hefur breyst talsvert á undanförnum árum að mati Ara og virðast fjölbreyttir hópatímar og námskeið vera málið um þessar mundir. Álagið hefur þannig minnkað örlítið á tækjasalnum í takt við þessa þróun sem þó er grunnstoð líkamsræktarstöðvar. „Fólk sækir meira í að vera hluti af hópnum og í þessum stemningshópum. Það hefur til dæmis orðið sprenging í Crossfit enda hefur árangur okkar íslendinga verið ótrúlegur þar síðustu ár.“ Sporthúsið og Crossfit Suðurnes er einmitt heimavöllur Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur Crossfit-stjörnu og eru allir þar mjög stoltir af hennar árangri.
Eins hefur Superform undir styrkri stjórn Sævars Borgarssonar notið mikilla vinsælda. Þar hefur 12 vikna áskorunin sem nú er nýhafin slegið í gegn. Þar eru meðal annars vegleg peningaverðlaun í boði, en áskorunin seldist upp á klukkustund og komust færri að en vildu.

Public deli
Public deli

Þá eru Þitt Form námskeiðin hjá Freyju Sigurðardóttur alltaf jafn vinsæl hjá konum á öllum aldri og er Ari ekki í vafa um að þar fari einn fremsti og vinsælasti þjálfari landsins. „Jóga hefur líka verið að ná góðu flugi hjá okkur undanfarið,“ segir Ari sem er bjartsýnn á gott ár í ræktinni og hvetur allt Suðurnesjafólk til þess að mæta í Sporthúsið þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.