SpKef styrkir Reyni
Sparisjóðurinn í Keflavík og Knattspyrnudeild Reynis skrifuðu á miðvikudag undir samstarfssamning sem felur í sér að SpKef er formlega orðinn aðalstyrktaraðili deildarinnar og mun merki hans prýða búninga Reynismanna.
Baldur Guðmundsson frá Sparisjóðnum og Sigursveinn Bjarni Jónsson, formaður knattspyrnudeildarinnar, undirrituðu samninginn fyrir toppslag Reynis og Ýmis á Sandgerðisvelli. Reynir hafði betur, 5-3, og er fróðlegt að sjá hvort samstarfið verði áfram jafn gjöfult.
Sparisjóðurinn er nú orðinn aðalstyrkaraðili allra félaganna á utanverðum Suðurnesjum og styður auk þess við starfið í Grindavík.