Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

SpKef styður áfram við Keflavík
Miðvikudagur 8. desember 2010 kl. 09:29

SpKef styður áfram við Keflavík

Á samkomu með samstarfsaðilum í síðustu viku Knattspyrnudeildar var gengið formlega frá áframhaldandi samvinnu deildarinnar og Sparisjóðsins í Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samningurinn er til tveggja ára og Sparisjóðurinn verður því áfram aðalstyrktaraðili knattspyrnunnar í Keflavík eins og hann hefur verið í hartnær tuttugu ár.

„Það er auðvitað mjög ánægjulegt að SpKef skuli sýna stuðning sinn í verki eins og svo mörg undanfarin ár,“ sagði Þosteinn, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur.

Myndir: Jón Örvar Arason

Einar Hannesson, sparisjóðsstjóri og Þorsteinn Magnússon, formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur undirrita samninginn.