Spjallborði knattspyrnudeildar lokað
Stjórn knattspyrnudeildar Reynis í Sandgerði hefur ákveðið að loka spjallborði deildarinnar á vefnum um óákveðin tíma. Er þessi ákvörðun tekin í framhaldi af því að ýmislegt hefur verið látið flakka á spjallsvæðinu af sumum notendum þess sem ekki hafa getað setið á sér.
Vefurinn 245.is greinir frá þessu. Þar er þess jafnframt getið að spjallsvæði Körfu- og sunddeildar er opið ásamt almennri umræðu um Reynir.is