SPINNING OG LIFANDI TÓNLIST Á PERLUNNI
Það var sannkallað Perlufjör í spinningtíma á Perlunni um síðustu helgi. Þau Rut Reginalds og Magnús Kjartansson léku hressilega tónlist í klukkustund meðan „hjóla-fólkið“ gerði sínar æfingar á spinninghjólunum. Þótti uppátækið takast vel og var spinnigsalurinn þéttsetinn allan tímann. Páll Ketilsson var með myndavélina í Perlunni um helgina og tók þá meðfylgjandi myndir.