Íþróttir

Spinkick slógu í gegn í Ísland Got Talent
Spinkick hópurinn heillaði áhorfendur og dómara í Ísland Got Talent í gærkvöld.
Mánudagur 8. febrúar 2016 kl. 14:45

Spinkick slógu í gegn í Ísland Got Talent

Nokkrir hæfileikaríkir taekwondo iðkendur af Suðurnesjum mynduðu hópinn Spinkick og tóku þátt í sjónvarpsþættinum Ísland Got Talent sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöld. Hópnum var vel tekið af áhorfendum og dómururum sem allir gáfu þeim sitt atkvæði til að halda þátttöku áfram. Dr. Gunni var þó ekki alveg viss um að hleypa þeim áfram enda ekki mikill áhugamaður um íþróttir. Ágústa Eva Erlendsdóttir hefur stundað bardagaíþróttir af kappi og var himinlifandi með frammistöðu Spinkick sem léku ýmsar skemmtilegar listir eins og að brjóta spýtur.

 
Í Spinkick eru taekwondo iðkendur á aldrinum 12 til 29 ára frá Reykjanesbæ, Sandgerði og Grindavík. Öll eru þau með svartabeltið í taekwondo og hafa æft í fimm til fimmtán ár. Í gegnum tíðina hafa þau unnið til fjölmargra verðlauna. Til gamans má geta þess að til samans hafa þau unnið 71 Íslandsmeistaratitil, 14 Norðurlandameistaratitla og yfir 120 bikarmeistaratitla. Í hópnum eru taekwondo maður Íslands árið 2012 og taekwondo kona Íslands 2012 til 2014. Það er því ljóst að enginn skortur er á hæfileikum innan hópsins.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024