Spilastokkur með leikmönnum Keflavíkur
Meistaraflokkur karla hjá knattspyrnudeild Keflavíkur hefur látið gera spilastokk með myndum af leikmönnum Keflavíkur og munu leikmennirnir sjálfir selja hann á næstunni.
Þeir munu ganga í hús en einnig verður hægt að nálgast þennan skemmtilega spilastokk á föstudaginn en þá verða leikmenn meistaraflokks í Nettó kl. 16:00-18:00.
Í stokknum eru myndir af leikmönnum meistaraflokks og einnig af fimm leikjahæstu og fimm markahæstu leikmönnum Keflavíkur. Nú er bara um að gera að krækja sér í stokk og spila með leikmennina okkar.