Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 16. desember 2002 kl. 15:52

Spilar Lee Sharpe með Grindavík um helgina?

Svo gæti farið að knattspyrnukappinn Lee Sharpe, fyrrum leikmaður Manchester United, muni spila með Grindvíkingum í fjögurra liða móti sem haldið er í Egilshöll í Grafarvogi um næstu helgi. "Við erum að gera okkur vonir um að hann geti spilað með okkur í þessu móti til að skoða hann nánar en málið er þó enn á byrjunarstigi", sagði Jónas Þórhallssonar, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur í samtali við Víkurfréttir.Eins og Víkurfréttir greindu frá í gær hafa Grindvíkingar átt í viðræðum við kappann um að leika með liðinu og er málið á byrjunarstigi. Sharpe hefur átt við nokkur vandamál að stríða undafarin ár, jaftn innan vallar sem utan og hefur hann því mikinn áhuga á því að breyta um umhverfi og reyna að koma sér í almennilegt stand aftur en þessi 31 árs knattspyrnumaður var um tíma talinn eitt mesta efni sem fram hafði komið á Englandi og spilaði m.a. landsleik undir stjórn Grahams Taylor.
Jónas sagði í samtali við Víkurfrétta að þeir væru að vonast eftir því að kappinn kæmi hingað til lands í vikulok og ef allt gengi að óskum myndi hann spila með liðinu í fjögurra liða móti sem haldið er í Egilshöll í Grafarvogi.
Að sögn Jónasar eru samræður þess efnis enn á byrjunarstigi en hann segir þó að Sharpe hafi sýnt mikinn áhuga á að koma til Grindavíkur, sérstaklega þar sem liðið spilar í UEFA-keppninni á næsta tímabili.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024