Spennusigur Grindavíkur í Röstinni: Keflavík á toppinn
Leik Grindavíkur og KR í Iceland Express deild kvenna var að ljúka rétt í þessu þar sem Grindavík fór með 86-84 sigur af hólmi í miklum spennuleik.
Bæði Grindavík og KR fara því með 18 stig inn í jólafríið en deildarkeppnin í kvennaflokki hefst að nýju þann 5. janúar.
Þá hafði Keflavík góðan 100-81 sigur á Hamri og því verða Keflvíkingar á toppi deildarinnar með 20 stig í jólafríinu.