Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

  • Spennandi tímar framundan hjá Arnóri Tristan
    Þristur í uppsiglingu.
  • Spennandi tímar framundan hjá Arnóri Tristan
    Arnór Tristan er hér búinn að setja niður þrist í síðasta sigurleik Grindvíkinga á eigin heimavelli í íþróttahúsinu í Grindavík þann 26. október síðastliðinn. Myndir úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 5. ágúst 2024 kl. 20:19

Spennandi tímar framundan hjá Arnóri Tristan

Grindvíski körfuknattleiksmaðurinn Arnór Tristan Helgason hefur samið við CB 1939 Canarias og er því á leiðinni til Tenerife.

„Spennandi tímar framundan hjá þessum unga manni!“ Þannig hefst færsla sem faðir hans, Helgi Jónas Guðfinnsson, skrifaði á Facebook í dag og tilkynnir að Arnór Tristan muni spila fyrir varaliðið CB 1939 Canarias í EBA-deildinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Liðið verður aðeins skipað ungum og efnilegum leikmönnum (2005–2008) sem þeir telja eigi möguleik á að spila fyrir aðalliðið í náinni framtíð!“

Aðallið CB 1939 Canarias leikur í ACB-deildinni sem er ein sterkasta deild í heiminum og því er um afar spennandi tækifæri að ræða fyrir hann Arnór Tristan.