Spennandi sumar framundan í fótboltanum
Starfsemi K-klúbbs Knattspyrnudeildar Keflavíkur er að hefjast með fullum krafti. Liðið okkar er aftur komið á meðal hinna bestu og við K-Klúbbsfélagar erum bjartsýnir á sumarið. Við ættlum að byrja með stuðningsmannakvöldi á Ránni miðvikudagskvöldið 19. maí (í næstu viku) kl. 20.00 þar mun formaður deildarinnar Rúnar Arnarson og þjálfari liðsins Milan Stefán Jankovic reifa málin. Farið verður yfir undirbúningstímabilið, staðan metin og spáð í framtíðina. Keflavík er almennt spáð góðu gengi eða um miðja deild, og er það ekki óraunhæft á fyrsta ári í Landsbankadeild eftir eitt ár í þeirri fyristu.
Fyrir fyrsta heimaleikin verður veitingar fyrir K-Klúbbsfélaga eins og venjulega og verður áfram í sumar. Ýmis fríðindi fylgja því að vera í K-Klúbbnum og hvetjum við stuðningsmenn að gerast félaga.
Áfram Keflavík
K-Klúbbur Keflavíkur.
Fyrir fyrsta heimaleikin verður veitingar fyrir K-Klúbbsfélaga eins og venjulega og verður áfram í sumar. Ýmis fríðindi fylgja því að vera í K-Klúbbnum og hvetjum við stuðningsmenn að gerast félaga.
Áfram Keflavík
K-Klúbbur Keflavíkur.