Spennandi lokaumferð á morgun í körfunni
Á morgun, fimmtudag, verður síðasta umferðin í úrvalsdeild karla í körfuknattleik leikin. Tvö lið geta orðið deildarmeistarar en það eru Keflvíkingar og KR-ingar. Keflvíkingar spila við Breiðablik, Grindavík fer norður og spilar við Þór og svo verður toppleikur umferðarinnar í KR-heimilinu þar sem Njarðvíkingar spila við KR.
Ef Keflavík sigrar í kvöld verða þeir deildarmeistarar en ef þeir tapa og KR vinnur verða KR-ingar meistarar. Ef hinsvegar Njarðvíkingar vinna KR verða Keflvíkingar í efsta sæti hvort sem þeir vinna eða tapa og Njarðvík verður í öðru sæti og KR í því þriðja. Það getur því allt gerst ennþá og mikilvægt er fyrir liðin að enda eins ofarlega og þau geta því þá fá þau heimavallarréttinn í úrslitakeppninni.
Ef Keflavík sigrar í kvöld verða þeir deildarmeistarar en ef þeir tapa og KR vinnur verða KR-ingar meistarar. Ef hinsvegar Njarðvíkingar vinna KR verða Keflvíkingar í efsta sæti hvort sem þeir vinna eða tapa og Njarðvík verður í öðru sæti og KR í því þriðja. Það getur því allt gerst ennþá og mikilvægt er fyrir liðin að enda eins ofarlega og þau geta því þá fá þau heimavallarréttinn í úrslitakeppninni.